Fjölnismenn voru ekki par sáttir við dómgæsluna í 4-0 tapinu fyrir Stjörnunni í gær.
Fyrsta mark Stjörnumanna kom úr ódýrri vítaspyrnu og á 55. mínútu, í stöðunni 2-0, var dæmt mark af Fjölni sem virtist vera löglegt. Þórir Guðjónsson skallaði þá sendingu Gunnars Más Guðmundssonar í netið en var dæmdur rangstæður.
„Aðstoðardómarinn er bara að horfa á Þóri og Brynjar Gauta [Guðjónsson]. Hann er ekkert að fylgjast með hvenær boltinn kemur,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi-mörkunum í gær.
Óskar Hrafn Þorvaldsson bætti um betur og sagði að um rangan dóm væri að ræða.
„Hann er aldrei nokkurn tímann í öllu þessu ferli rangstæður. Þetta er hroðalega dýrkeypt. Þetta drap Fjölnismenn,“ sagði Óskar Hrafn.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi-mörkin: Þórir var aldrei rangstæður
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 4-0 | Stjörnumenn í stuði
Stjarnan heldur áfram að elta topplið Vals og virðist ekki ætla að gefa neitt eftir. Stjörnumenn pökkuðu Fjölni saman í kvöld.

Rúnar Páll: Vantaði neista í okkur
Þrátt fyrir 4-0 sigur á Fjölni í kvöld var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum.

Lagði upp fimm mörk gegn Fjölni í sumar
Jósef Kristinn Jósefsson var besti maður vallarins þegar Stjarnan vann 4-0 sigur á Fjölni í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Óskar Hrafn: Kalt mat manns sem vill það besta fyrir Skagamenn
Þær fréttir bárust ofan af Akranesi í gær að Gunnlaugur Jónsson væri hættur þjálfun ÍA.