Sundurlimaða líkið af Kim Wall Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 06:02 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20