Furða sig á ákvörðun Theodóru Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 13:07 Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent