Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 13:30 Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði. Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira