Sauðfjárbændur óánægðir með viðbrögð ráðherra við forsendubresti Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 13:01 Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira