Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 16:00 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Eyþór Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira