Júlídeilan 28. ágúst 2017 07:00 Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun