Íslendingur í Houston: „Eigum vistir fyrir viku til tíu daga“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:00 Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar.
Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55