Valur er í frábærri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla eftir 3-2 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Valsmenn eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar en þeir komust í 3-0 forystu í leiknum í Eyjum.
Eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson benti á í Pepsi-mörkunum fóru Valsmenn þá að tefja í leiknum, sér í lagi markvörðurinn Anton Ari Einarsson sem tók sér drjúgan tíma í að taka útspörk.
„Anton Ari byrjar á 64. mínútu og það fannst mér dæmi um að það væri stress og hræðsla í liði Vals sem var algerlega óþörf enda Valur með fullkomna stjórn á leiknum,“ sagði Óskar Hrafn í þættinum.
Anton Ari fékk að lokum gult spjald fyrir að tefja sem og Arnar Sveinn Geirsson þegar hann tók sér góðan tíma í að taka innkast á 90. mínútu leiksins.
Sjáðu innslagið hér efst í fréttinni.
Pepsi-mörkin: Alger óþarfi hjá Valsmönnum að tefja
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn


