Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 10:36 Fólk þurfti að klæðast hlífðarbúnaði í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í nótt enda nóróveirusýkingin bráðsmitandi. Vísir/JKJ Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29