Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 10:36 Fólk þurfti að klæðast hlífðarbúnaði í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í nótt enda nóróveirusýkingin bráðsmitandi. Vísir/JKJ Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29