Tveir nýir leikmenn sem komu til FH í síðasta mánuði hafa enn ekkert fengið að spila með sínu nýja félagi en það gæti breyst á morgun.
Króatíski miðjumaðurinn Marija Dvornekovic og franski varnarmaðurinn Cedric D'Ulivo hafa ekki enn verið í leikmannahópi FH þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild um mánaðamótin.
Þjálfari FH, Heimir Guðjónsson, segir þó alls ekki útilokað að þeir komi við sögu gegn ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars karla á morgun. Leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Laugardalsvelli á morgun.
„Það gæti gerst á laugardaginn,“ sagði Heimir sem segir þetta öfluga leikmenn.
„Ég ætla að vona að þeir komi til með að styrkja FH. Það er erfitt að segja hvernig menn muni aðlagast nýju umhverfi en þetta eru góðir leikmenn.“
Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun
Tengdar fréttir

Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin
Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.

Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða
Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun.