Rise kom til Keflavíkur í júlí-glugganum og þessi 31 árs gamli Dani hefur komið frábærlega inn í liðið. Markið í kvöld var hans þriðja í fjórum leikjum fyrir Keflavík.
Með sigrinum náði Keflavík fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar sex umferðum er ólokið.
Þróttur er í 3. sætinu með 30 stig, jafn mörg og Fylkir sem er í sætinu fyrir ofan.
Fylkismenn töpuðu 1-0 fyrir Leikni R. í Breiðholtinu í kvöld. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.
Fylkir hefur gefið eftir að undanförnu og aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Með sigrinum lyftu Leiknismenn sér upp í 7. sæti deildarinnar.

Þetta var tíunda mark Björgvins í sumar en hann er markahæstur í deildinni ásamt Keflvíkingnum Jeppe Hansen.
Haukar endurheimtu 4. sætið með stiginu sem þeir fengu í kvöld en Grótta er áfram í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar, nú með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Ekkert mark var skorað í leik Þórs og ÍR fyrir norðan. Þórsarar eru í 6. sæti deildarinnar en ÍR-ingar í því tíunda.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.