Matsuyama og Kisner deila toppsætinu á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 11:45 Matsuyama horfir á eftir upphafshöggi sínu í gær Vísir/getty Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira