Sindri Snær: Það er ekki hægt að lýsa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 19:13 Sindri tekur við bikarnum að leikslokum og fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hafliði Breiðfjörð „Þetta er yndislegt, ógegðslega gaman. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég er búinn að reyna tvisvar áður og þetta tókst núna,“ sagði fyrirliði ÍBV, Sindri Snær Magnússon, í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Eyjamenn voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og skoruðu þá eina mark leiksins. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim að fá neinn tíma í byrjun og mér fannst við geggjaðir í fyrri hálfleik. Svo duttum við aðeins of aftarlega í seinni hálfleik og síðustu tíu mínúturnar hefðum við getað refsað þeim tvisvar þrisvar. Fyrri hálfleikur var mun betri en seinni og það dugði í dag.“ Eyjamenn fóru á kostum í stúkunni og slógu upp þjóðhátíð á Laugardalsvelli. Hversu miklu máli skipti stuðningurinn í dag? „Stúkan gaf okkur mikinn kraft og áhorfendur voru geggjaðir í dag. Þeir voru fleiri en í fyrra og ég get ekki beðið eftir að hitta fólkið í Dallinum á eftir,“ bætti Sindri Snær við. Sindri á von á góðum móttökum þegar liðið siglir með bikarinn til Vestmannaeyja í kvöld. „Ætli það verði ekki blys og flugeldar, við siglum inn og verðum uppi á þaki úti á dekki. Þetta verður geðveikt og ég er búinn að hugsa um þetta margar nætur síðan ég fór til Eyja fyrir tveimur árum. Ég get ekki beðið eftir að fara í Herjólf, ég er ekki að grínast, þetta verður besta sigling sem ég hef farið í,“ sagði kampakátur fyrirliði Eyjamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyji "Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg." 12. ágúst 2017 19:15 Heimir: Við litum ekki á þetta sem forréttindi Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur í leikslok eftir tapið gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2017 19:06 Sjáðu mark Gunnars sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn | Myndband Sjáðu mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar þegar hann tryggði karlaliði ÍBV fyrsta titillinn í knattspyrnu frá árinu 1998 er ÍBV hampaði bikarmeistaratitlinum eftir sigur á FH. 12. ágúst 2017 19:15 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
„Þetta er yndislegt, ógegðslega gaman. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Ég er búinn að reyna tvisvar áður og þetta tókst núna,“ sagði fyrirliði ÍBV, Sindri Snær Magnússon, í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Eyjamenn voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og skoruðu þá eina mark leiksins. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim að fá neinn tíma í byrjun og mér fannst við geggjaðir í fyrri hálfleik. Svo duttum við aðeins of aftarlega í seinni hálfleik og síðustu tíu mínúturnar hefðum við getað refsað þeim tvisvar þrisvar. Fyrri hálfleikur var mun betri en seinni og það dugði í dag.“ Eyjamenn fóru á kostum í stúkunni og slógu upp þjóðhátíð á Laugardalsvelli. Hversu miklu máli skipti stuðningurinn í dag? „Stúkan gaf okkur mikinn kraft og áhorfendur voru geggjaðir í dag. Þeir voru fleiri en í fyrra og ég get ekki beðið eftir að hitta fólkið í Dallinum á eftir,“ bætti Sindri Snær við. Sindri á von á góðum móttökum þegar liðið siglir með bikarinn til Vestmannaeyja í kvöld. „Ætli það verði ekki blys og flugeldar, við siglum inn og verðum uppi á þaki úti á dekki. Þetta verður geðveikt og ég er búinn að hugsa um þetta margar nætur síðan ég fór til Eyja fyrir tveimur árum. Ég get ekki beðið eftir að fara í Herjólf, ég er ekki að grínast, þetta verður besta sigling sem ég hef farið í,“ sagði kampakátur fyrirliði Eyjamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyji "Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg." 12. ágúst 2017 19:15 Heimir: Við litum ekki á þetta sem forréttindi Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur í leikslok eftir tapið gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2017 19:06 Sjáðu mark Gunnars sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn | Myndband Sjáðu mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar þegar hann tryggði karlaliði ÍBV fyrsta titillinn í knattspyrnu frá árinu 1998 er ÍBV hampaði bikarmeistaratitlinum eftir sigur á FH. 12. ágúst 2017 19:15 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30
Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyji "Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg." 12. ágúst 2017 19:15
Heimir: Við litum ekki á þetta sem forréttindi Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur í leikslok eftir tapið gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2017 19:06
Sjáðu mark Gunnars sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn | Myndband Sjáðu mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar þegar hann tryggði karlaliði ÍBV fyrsta titillinn í knattspyrnu frá árinu 1998 er ÍBV hampaði bikarmeistaratitlinum eftir sigur á FH. 12. ágúst 2017 19:15
Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41