Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki í dag er hún sigraði hina nítján ára gömlu Heru Björk Brynjarsdóttir úr Fjölni í úrslitum.
Magnað afrek þar sem Sofia er aðeins fjórtán ára gömul og er því ein af yngstu Íslandsmeisturunum í sögu tennisíþróttarinnar á Íslandi.
Var leikið í Laugardalnum á tennisvelli Þróttar en Hera Björk varð Íslandsmeistari innanhúss fyrr í vetur.
Vann Sofia Sóley í tveimur lotum, 6-1 og 6-3, og tryggði sér um leið fyrsta titil sinn en þeir verða eflaust fleiri í framtíðinni.
Í karlaflokki mættust þeir Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson en þetta var endurtekning frá því þegar þeir mættust í úrslitum Íslandsmótsins innanhúss í maí síðastliðnum þar sem Birkir hafði betur.
Í dag var það hinsvegar Rafn sem reyndist sterkari í tveimur lotum, 6-3 og 7-5 og varði með því titilinn en þetta er þriðja árið í röð sem Rafn tekur titilinn.
Sofia Íslandsmeistari í tennis aðeins fjórtán ára gömul | Rafn varði titilinn í karlaflokki
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ
Handbolti



„Ég er 100% pirraður“
Enski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti?
Íslenski boltinn



„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn
