Silfurmaðurinn Oozthuizen söng og neitar að gefast upp | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2017 14:15 Oosthuizen svekktur á vellinum í gær. vísir/getty Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017 Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017
Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15