Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.
Þar vekur mesta athygli að Philippe Coutinho er ekki í 22 manna hópnum sem flýgur til Þýskalands nú síðdegis.
Coutinho vill komast til Barcelona og spilaði ekki með Liverpool í deildinni um nýliðna helgi. Hann hefur beðið um sölu frá félaginu og Liverpool hefur þegar hafnað tilboðum í hann.
Það að hann fari ekki með liðinu til Þýskalands í leikinn mikilvæga gefur til kynna að enn séu líkur á því að hann fari til Spánar fyrir mánaðarmót.
Hópur Liverpool:
Alexander-Arnold, Moreno, Lovren, Milner, Wijnaldum, Henderson, Can, Mane, Salah, Firmino, Kent, Solanke, Origi, Gomez, Klavan, Flanagan, Robertson, Matip, Grujic, Mignolet, Karius, Ward.
Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Tengdar fréttir

Yfirlýsing frá Liverpool: Hundrað prósent öruggt að Coutinho verði áfram hjá Liverpool
Eigendur Liverpool hafa nú sent frá sér skýra og skorinorða yfirlýsingu vegna allra frétta enskra og spænskra miðla um hugsanlega kaup Barcelona á brasilíska leikmanninum Philippe Coutinho.

Liverpool hafnaði risatilboði Barcelona í Coutinho
örsungar lögðu 100 milljónir evra á borðið fyrir Brasilíumanninn en Liverpool sagði nei.

Sky: Coutinho óskar eftir sölu
Þrátt fyrir yfirlýsingu um að Philippe Coutinho fari ekki er nú fullyrt að hann hafi óskað eftir sölu frá Liverpool.