Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.
Þar vekur mesta athygli að Philippe Coutinho er ekki í 22 manna hópnum sem flýgur til Þýskalands nú síðdegis.
Coutinho vill komast til Barcelona og spilaði ekki með Liverpool í deildinni um nýliðna helgi. Hann hefur beðið um sölu frá félaginu og Liverpool hefur þegar hafnað tilboðum í hann.
Það að hann fari ekki með liðinu til Þýskalands í leikinn mikilvæga gefur til kynna að enn séu líkur á því að hann fari til Spánar fyrir mánaðarmót.
Hópur Liverpool:
Alexander-Arnold, Moreno, Lovren, Milner, Wijnaldum, Henderson, Can, Mane, Salah, Firmino, Kent, Solanke, Origi, Gomez, Klavan, Flanagan, Robertson, Matip, Grujic, Mignolet, Karius, Ward.
