Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 20:33 Gunnlaugur Jónsson segir að Skagamenn muni ekki gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu í Pepsi-deildinni. vísir/ernir „Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
„Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15