Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 13:00 Greinilegt er að það eru ýmsar hugmyndir á lofti um hvernig bæta megi skólamálin í landinu. Vísir/Eyþór/ Stefán/ Villi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að huga að fjölbreyttu rekstrarformi í skólum landsins. Þá gæti fjölgun sjálfstætt starfandi skóla breytt miklu fyrir starfsumhverfi kennara og menntun barna. Hún nefnir einnig að árangurstengd laun gætu skipt sköpum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, er henni ekki sammála og segir hugmyndina byggja á gömlum klisjum. „Þetta eru gömul klisja ofan úr Valhöll. Það er ekkert sem bendir til þess að einkaskóli skili betri eða verri árangri en almennir grunnskólar. Að ætla að reyna að halda því fram að með því að fara í einkaskóla eða eitthvað slíkt að það hafi einhver áhrif á laun kennara er alveg fráleitt,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Fréttablaðið/StefánHvað er góður kennari? Ólafur segir umræðuna hafi komið sér á óvart. Það sé árið 2017 og hann nefnir að hugmyndirnar séu einfaldlega furðulegar og hélt að það væri fyrir löngu búið að leggja þess konar hugmyndir til hliðar. „Fyrir nokkrum árum fórum við svolítið í gegnum þessa umræðu. Hvernig ætla menn að taka og árangurstengja laun við frammistöðu kennara. Hvað er góður kennari? Hvernig ætlarðu að meta það? Fer það eftir einkunn nemenda, fer það eftir ástundun kennara? Hvernig ætla menn að taka og vega það og meta svo það verði sanngjarnt. Þau ættu kannski að byrja á því að velta því fyrir sér hvort það ætti að árangurstengja laun þingmanna og sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Ólafur.Hugmynd sem virkar ekki Ólafur vitnar til þess að Alþjóðasamtök kennara hafi bent á að það undanfarin misseri sé ekkert sem bendi til þess að þessi breytilegu rekstrarform séu að gera gott fyrir skólakerfið í heild sinni. „Jafnvel eru vísbendingar um að það sé verið að flytja til fjármagn og taka þá út úr almennum rekstri og í heildina minnka gæðin af því peningunum sé verr varið á þennan hátt,“ segir Ólafur og nefnir að dæmi séu um að peningar hafi farið beint til eiganda og að þeim hafi ekki verið veitt til skólastarfsins sem slíks. Hann nefnir sem dæmi Hraðbraut.Norðurlöndin í naflaskoðun Þá bendir hann á að Svíar, sem hafa undanfarin ár unnið með þetta rekstrarform að skólar séu margir hverjir sjálfstætt starfandi, hafi tekið hvað mestu dýfurnar í PISA könnunum. „Svíarnir hafa verið harðastir í einkaskólunum og það hefur enginn tekið jafn mikla dýfu eins og þeir. Ég veit ekki betur en að þeir séu í mikilli naflaskoðun núna til dæmis út af þessum þátt. Að stilla þessu upp sem lausninni er alveg út í hött af mínu mati,“ segir Ólafur. Hann nefnir að hér á landi séu vissulega einkaskólar sem séu að bjóða upp á annars konar fyrirkomulag og því sé í sjálfsögðu engin ástæða til að vera á móti því einungis til að vera á móti.Aðalmálið eru launin Ólafur segir hins vegar mikilvægt að leiðrétta launin og skoða hið breytta umhverfi skólans en margt hefur breyst innan þess á undanförnum árum. Það þurfi að skoða hvað skólinn er að fást við og hvað hann á að fást við. Þessar breytingar virki til langs tíma. Mikilvægt sé að skoða aðalmálið sem sé einmitt að launin eru of lág. Það skipti miklu máli til að fá fólk í kennarastarfið.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/stefánLíta til Norðurlandanna „Þetta eru sjálfstætt starfandi skólar. Þetta eru ekki einkaskólar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi aðspurð um þessar hugmyndir. Hún nefnir að fjölbreyttir skólar bjóði upp á meira val fyrir nemendur og kennara. Hún bendir á að það sé mikilvægt að vera ekki hræddur við breytingar og líta meðal annars til Norðurlandanna. „Við getum bara skoðað Norðurlöndin öll. Við erum ekki að tala um að stór hluti nemenda sé í einhverjum sjálfstætt starfandi skólum. Við erum ekki að fara að breyta öllu skólakerfinu. Þessi fjölbreytni bætir í rauninni alla skólanna og líka þá sem eru alfarið á hendi ríkisins eða sveitarfélaganna,“ segir Áslaug Arna.Margt sem þarf að skoða Hún nefnir að nú taki við bið eftir vinnu nefndar á vegum menntamálaráðherra sem fer nú yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir þá krísu sem blasir við í skólamálum. Hún nefnir jafnframt að þetta sé aðeins brotabrot af því sem þurfi að skoða í menntakerfinu til að bæta það. Hún treystir á menntamálaráðherra að útfæra heildarmenntastefnu og vinna markvisst að því að bregðast við vandanum.Vandinn ekki ýkja stór Áslaug segir vandann hins vegar ekki vera ýkja stóran. „Þessi vandi meðal grunnskólakennara, er í rauninni hálft stöðugildi á hvern skóla í Reykjavík. Þannig að vandinn er ekki ýkja stór og það eru lærðir grunnskólakennarar í landinu en þeir eru bara ekki að velja að starfa í grunnskólanum. Þannig að það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því,“ segir Áslaug Arna og nefnir að margt hafi þar áhrif; meðal annars vinnuumhverfið. „Kennarar eiga rétt á að eiga möguleika á fjölbreyttum starfsvettvangi og vaxa og dafna í sínu starfi og vera metnir af sínum störfum og það á alveg eins við í skólum sem eru alfarið á höndum ríkisins og sjálfstætt starfandi skólum. Áslaug segir það einnig skipta máli að allir skólar bjóði upp á meiri sveigjanleika þannig að kennarar hafi meira að segja um það hvernig þeir ráðstafa sinni kennslu. Þeim séu of þröngar skorður settar í kjarasamningum.vísir/gettySamkeppni og stéttaskipting Aðspurð hvort að þetta rekstrarfyrirkomulag myndi ekki leiða til meiri samkeppni á skólamarkaðnum segir Áslaug Arna samkeppni alltaf vera af hinu góða. „Ég held að allir skólar verði betri við samkeppni,“ segir Áslaug og svarar jafnframt að rekstrarformið myndi ekki stuðla að frekari stéttaskiptingu. „Það er enginn að ræða hér um einkaskóla og að neinn aukakostnaður falli á nemendur. Það þarf að fara að gera mun á því í umræðunni hvað sé einkarekstur og hvað sé einkavæðing,“ segir Áslaug Arna. Hún segir einkarekstur vera sjálfstætt starfandi skóla þegar fé fylgi barni frá sveitarfélaginu.Árangurstengd laun hækka laun allra kennara Hvað varðar árangurstengdu launin segir Áslaug þau eiga við bæði í sjálfstætt starfandi skólum sem og í skólum á vegum sveitarfélaga. Þá skipti máli að veita kennurum tækifæri á því að vera metnir af sínum eigin verðleikum. Verðleikar kennarar séu ekki einungis byggðir á árangri nemenda í prófum heldur einnig á því álagi sem kennarar taki á sig, aukin menntun og ábyrgð þeirra. „Það getir stuðlað að því að laun allra kennara myndu hækka,“segir Áslaug.Sveitarfélögin móta stefnuna Hún nefnir að málefnið sé þó á hendum sveitarfélaga og það sé því þeirra að móta stefnu fyrir grunnskóla. Stefnan geti verið mismunandi á milli sveitarfélaganna. Áslaug Arna segir að málið verið rætt með ráðherra í næstu viku. Aðspurð hvort sátt ríki um málið innan nefndarinnar segir hún það ekki vera svo og nefnir að það þurfi að ræða menntamál í stóru samhengi. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Starfsmenn borgarinnar vinna hörðum höndum að því að manna lausar stöður í leik- og grunnskólum. Reynt er að höfða til menntaðra kennara sem hafa snúið til annarra starfa. 14. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að huga að fjölbreyttu rekstrarformi í skólum landsins. Þá gæti fjölgun sjálfstætt starfandi skóla breytt miklu fyrir starfsumhverfi kennara og menntun barna. Hún nefnir einnig að árangurstengd laun gætu skipt sköpum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, er henni ekki sammála og segir hugmyndina byggja á gömlum klisjum. „Þetta eru gömul klisja ofan úr Valhöll. Það er ekkert sem bendir til þess að einkaskóli skili betri eða verri árangri en almennir grunnskólar. Að ætla að reyna að halda því fram að með því að fara í einkaskóla eða eitthvað slíkt að það hafi einhver áhrif á laun kennara er alveg fráleitt,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Fréttablaðið/StefánHvað er góður kennari? Ólafur segir umræðuna hafi komið sér á óvart. Það sé árið 2017 og hann nefnir að hugmyndirnar séu einfaldlega furðulegar og hélt að það væri fyrir löngu búið að leggja þess konar hugmyndir til hliðar. „Fyrir nokkrum árum fórum við svolítið í gegnum þessa umræðu. Hvernig ætla menn að taka og árangurstengja laun við frammistöðu kennara. Hvað er góður kennari? Hvernig ætlarðu að meta það? Fer það eftir einkunn nemenda, fer það eftir ástundun kennara? Hvernig ætla menn að taka og vega það og meta svo það verði sanngjarnt. Þau ættu kannski að byrja á því að velta því fyrir sér hvort það ætti að árangurstengja laun þingmanna og sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Ólafur.Hugmynd sem virkar ekki Ólafur vitnar til þess að Alþjóðasamtök kennara hafi bent á að það undanfarin misseri sé ekkert sem bendi til þess að þessi breytilegu rekstrarform séu að gera gott fyrir skólakerfið í heild sinni. „Jafnvel eru vísbendingar um að það sé verið að flytja til fjármagn og taka þá út úr almennum rekstri og í heildina minnka gæðin af því peningunum sé verr varið á þennan hátt,“ segir Ólafur og nefnir að dæmi séu um að peningar hafi farið beint til eiganda og að þeim hafi ekki verið veitt til skólastarfsins sem slíks. Hann nefnir sem dæmi Hraðbraut.Norðurlöndin í naflaskoðun Þá bendir hann á að Svíar, sem hafa undanfarin ár unnið með þetta rekstrarform að skólar séu margir hverjir sjálfstætt starfandi, hafi tekið hvað mestu dýfurnar í PISA könnunum. „Svíarnir hafa verið harðastir í einkaskólunum og það hefur enginn tekið jafn mikla dýfu eins og þeir. Ég veit ekki betur en að þeir séu í mikilli naflaskoðun núna til dæmis út af þessum þátt. Að stilla þessu upp sem lausninni er alveg út í hött af mínu mati,“ segir Ólafur. Hann nefnir að hér á landi séu vissulega einkaskólar sem séu að bjóða upp á annars konar fyrirkomulag og því sé í sjálfsögðu engin ástæða til að vera á móti því einungis til að vera á móti.Aðalmálið eru launin Ólafur segir hins vegar mikilvægt að leiðrétta launin og skoða hið breytta umhverfi skólans en margt hefur breyst innan þess á undanförnum árum. Það þurfi að skoða hvað skólinn er að fást við og hvað hann á að fást við. Þessar breytingar virki til langs tíma. Mikilvægt sé að skoða aðalmálið sem sé einmitt að launin eru of lág. Það skipti miklu máli til að fá fólk í kennarastarfið.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/stefánLíta til Norðurlandanna „Þetta eru sjálfstætt starfandi skólar. Þetta eru ekki einkaskólar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi aðspurð um þessar hugmyndir. Hún nefnir að fjölbreyttir skólar bjóði upp á meira val fyrir nemendur og kennara. Hún bendir á að það sé mikilvægt að vera ekki hræddur við breytingar og líta meðal annars til Norðurlandanna. „Við getum bara skoðað Norðurlöndin öll. Við erum ekki að tala um að stór hluti nemenda sé í einhverjum sjálfstætt starfandi skólum. Við erum ekki að fara að breyta öllu skólakerfinu. Þessi fjölbreytni bætir í rauninni alla skólanna og líka þá sem eru alfarið á hendi ríkisins eða sveitarfélaganna,“ segir Áslaug Arna.Margt sem þarf að skoða Hún nefnir að nú taki við bið eftir vinnu nefndar á vegum menntamálaráðherra sem fer nú yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir þá krísu sem blasir við í skólamálum. Hún nefnir jafnframt að þetta sé aðeins brotabrot af því sem þurfi að skoða í menntakerfinu til að bæta það. Hún treystir á menntamálaráðherra að útfæra heildarmenntastefnu og vinna markvisst að því að bregðast við vandanum.Vandinn ekki ýkja stór Áslaug segir vandann hins vegar ekki vera ýkja stóran. „Þessi vandi meðal grunnskólakennara, er í rauninni hálft stöðugildi á hvern skóla í Reykjavík. Þannig að vandinn er ekki ýkja stór og það eru lærðir grunnskólakennarar í landinu en þeir eru bara ekki að velja að starfa í grunnskólanum. Þannig að það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því,“ segir Áslaug Arna og nefnir að margt hafi þar áhrif; meðal annars vinnuumhverfið. „Kennarar eiga rétt á að eiga möguleika á fjölbreyttum starfsvettvangi og vaxa og dafna í sínu starfi og vera metnir af sínum störfum og það á alveg eins við í skólum sem eru alfarið á höndum ríkisins og sjálfstætt starfandi skólum. Áslaug segir það einnig skipta máli að allir skólar bjóði upp á meiri sveigjanleika þannig að kennarar hafi meira að segja um það hvernig þeir ráðstafa sinni kennslu. Þeim séu of þröngar skorður settar í kjarasamningum.vísir/gettySamkeppni og stéttaskipting Aðspurð hvort að þetta rekstrarfyrirkomulag myndi ekki leiða til meiri samkeppni á skólamarkaðnum segir Áslaug Arna samkeppni alltaf vera af hinu góða. „Ég held að allir skólar verði betri við samkeppni,“ segir Áslaug og svarar jafnframt að rekstrarformið myndi ekki stuðla að frekari stéttaskiptingu. „Það er enginn að ræða hér um einkaskóla og að neinn aukakostnaður falli á nemendur. Það þarf að fara að gera mun á því í umræðunni hvað sé einkarekstur og hvað sé einkavæðing,“ segir Áslaug Arna. Hún segir einkarekstur vera sjálfstætt starfandi skóla þegar fé fylgi barni frá sveitarfélaginu.Árangurstengd laun hækka laun allra kennara Hvað varðar árangurstengdu launin segir Áslaug þau eiga við bæði í sjálfstætt starfandi skólum sem og í skólum á vegum sveitarfélaga. Þá skipti máli að veita kennurum tækifæri á því að vera metnir af sínum eigin verðleikum. Verðleikar kennarar séu ekki einungis byggðir á árangri nemenda í prófum heldur einnig á því álagi sem kennarar taki á sig, aukin menntun og ábyrgð þeirra. „Það getir stuðlað að því að laun allra kennara myndu hækka,“segir Áslaug.Sveitarfélögin móta stefnuna Hún nefnir að málefnið sé þó á hendum sveitarfélaga og það sé því þeirra að móta stefnu fyrir grunnskóla. Stefnan geti verið mismunandi á milli sveitarfélaganna. Áslaug Arna segir að málið verið rætt með ráðherra í næstu viku. Aðspurð hvort sátt ríki um málið innan nefndarinnar segir hún það ekki vera svo og nefnir að það þurfi að ræða menntamál í stóru samhengi.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Starfsmenn borgarinnar vinna hörðum höndum að því að manna lausar stöður í leik- og grunnskólum. Reynt er að höfða til menntaðra kennara sem hafa snúið til annarra starfa. 14. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45
Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30
Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Starfsmenn borgarinnar vinna hörðum höndum að því að manna lausar stöður í leik- og grunnskólum. Reynt er að höfða til menntaðra kennara sem hafa snúið til annarra starfa. 14. ágúst 2017 20:00