Veðurstofan um Menningarnótt: Frábært flugeldaveður en vindur gæti strítt hlaupurum Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2017 10:39 Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 34. sinn á laugardaginn. Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“ Menningarnótt Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Gestir Menningarnætur og hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni mega eiga von á fínu veðri á laugardag en vindurinn gæti þó sett eitthvert strik í reikninginn þegar hlaupið verður með sjávarsíðunni. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir spárnar vera að breytast en að það hafi verið nokkuð eindregið að spárnar geri ráð fyrir fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði einhver norðan-, norðaustanátt. Gæti orðið einhver strekkingsvindur sums staðar, alla vega eins og úti á Seltjarnarnesi. Það er oft skjól þegar austar dregur í borginni, en það er minna hlaupið þar. En það er sem sagt helst að norðanáttin gæti truflað hlaupara í maraþoninu. Ég veit að þeir eru ekkert voðalega hrifnir af vindi. Það er útlit fyrir að það verði vel bjart, og líklega sólskin bróðurpart dagsins. Það er í raun bara vindurinn sem gæti eitthvað verið að stríða hlaupurum og gestum Menningarnætur. Hitinn er ágætur, gæti farið upp í tólf, fjórtán, jafnvel fimmtán gráður þegar hlýjast verður yfir daginn, en síðan lægir með kvöldinu. Eins og gerist oft þegar komið er yfir miðjan ágúst þá kólnar þegar sólin gengur til viðar. Almennt lítur þó út fyrir mjög fínt veður, bjart og fallegt,“ segir Óli Þór.Hvað með flugeldaveðrið?„Ég held að það gæti nú varla orðið mikið betra. Einhver hæg norðaustanátt og líklegast léttskýjað áfram.“
Menningarnótt Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira