Forstöðumenn sundlauga segja ungar íslenskar konur ekki hættar að þrífa sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:00 Forstöðumenn sundlauga segja það sjaldgæft að Íslendingar sleppi því að þrífa sig fyrir sund. Vísir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“ Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“
Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53