Forstöðumenn sundlauga segja ungar íslenskar konur ekki hættar að þrífa sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:00 Forstöðumenn sundlauga segja það sjaldgæft að Íslendingar sleppi því að þrífa sig fyrir sund. Vísir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“ Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“
Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53