Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2017 17:02 Það er allt sérstakt við þennan bardaga. Líka hanskarnir enda gefin sérstök undanþága. vísir/getty Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. Það var búið að ákveða að bardaginn yrði með 10 únsu hönskum en á fundinum í dag var farið fram á að kapparnir mættu berjast með 8 únsu hanska. Léttari hanskar og ekki eins þykkir. Það var einróma samþykkt þar sem bardaginn væri sérstakur. Conor hafði upprunalega sagt að hann ætlaði að klára Floyd í fjórum lotum en með léttari hönskum myndi það taka hann í mesta lagi tvær lotur. Þessi hugmynd að fara í minni hanska kom óvænt frá Mayweather eftir að Conor hafði strítt honum á því að hann hefði krafist þess að fara í þykka hanska. Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari Conors, sagði að það hefðu verið mistök hjá Floyd að gefa þetta eftir. Upprunalega hugmyndin kom samt frá Gunnari Nelson í viðtali við Vísi í byrjun febrúar. Þá sagði hann það vera gáfulegt til þess að jafna leikinn aðeins. Þessi hanskastærð er samt stærðin sem Floyd þekkir best enda hefur hann unnið 48 af 49 bardögum sínum í þessari hanskastærð. Á fundi íþróttasambandsins í dag fékk Conor einnig formlegt hnefaleikaleyfi. Ekki seinna vænna þar sem það eru tíu dagar í bardagann. Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. Það var búið að ákveða að bardaginn yrði með 10 únsu hönskum en á fundinum í dag var farið fram á að kapparnir mættu berjast með 8 únsu hanska. Léttari hanskar og ekki eins þykkir. Það var einróma samþykkt þar sem bardaginn væri sérstakur. Conor hafði upprunalega sagt að hann ætlaði að klára Floyd í fjórum lotum en með léttari hönskum myndi það taka hann í mesta lagi tvær lotur. Þessi hugmynd að fara í minni hanska kom óvænt frá Mayweather eftir að Conor hafði strítt honum á því að hann hefði krafist þess að fara í þykka hanska. Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari Conors, sagði að það hefðu verið mistök hjá Floyd að gefa þetta eftir. Upprunalega hugmyndin kom samt frá Gunnari Nelson í viðtali við Vísi í byrjun febrúar. Þá sagði hann það vera gáfulegt til þess að jafna leikinn aðeins. Þessi hanskastærð er samt stærðin sem Floyd þekkir best enda hefur hann unnið 48 af 49 bardögum sínum í þessari hanskastærð. Á fundi íþróttasambandsins í dag fékk Conor einnig formlegt hnefaleikaleyfi. Ekki seinna vænna þar sem það eru tíu dagar í bardagann. Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira