Um uppreist æru Gunnar Árnason skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Þegar menn ganga erinda fyrir þá sem gerst hafa sekir um hræðilegustu glæpi gagnvart varnarlausum, er þeim ekki endilega annt um brotamanninn. Og það er ekki endilega víst að þeim sem greiða götu brotamannsins sé illa við fórnarlömb hans. Fleira kemur til. Góður kunningi minn úr grunnskóla átti talsvert safn af vínylplötum. Föður hans, sem lagði stund á viðskipti og var athafnamaður með góð sambönd, fannst koma til álita að sonurinn seldi aðgengi að safninu og yrði sér úti um aur. Það varð til þess að kunningi minn byrjaði að halda skipulagða skrá um plötusafnið. Föður hans gekk gott eitt til og það sama má segja um kunningjann, hann er góður maður og hefur látið gott af sér leiða. Umrætt utanumhald kunningja míns varð til þess að aðgengi okkar hinna að plötusafninu varð betra og ýtti undir áhuga á að skoða málið nánar, og gott ef hann seldi ekki eina og eina vínylplötu til vel valinna og færði til bókar samkvæmt skránni góðu. Umrætt rifjaðist upp fyrir greinarhöfundi þegar það bar til tíðinda fyrir skemmstu að dæmdur maður fékk uppreist æru. Margir vel mæltir og ráðsettir aðilar greiddu götuna varðandi fyrrgreint málefni, og gengu helst til vasklega fram að mati margra, sé tekið mið af umfangi og eðli brotanna, en það kann að vera á misskilningi byggt. Og ekki má gera lítið úr því að eiga afturkvæmt í þjóðfélagið að lokinni afplánun refsingar. Nokkur leynd hvílir yfir umræddu ferli enn sem komið er, sem er vissulega bagalegt. Greinarhöfundur telur víst að gamli kunninginn eigi ekkert sameiginlegt með þeim er í hlut átti, nema hvatann til að halda skrá um tiltekin atriði og auðvelda aðgengi sitt og yfirsýn yfir efnið. Sumt er bersýnilega óþarft að halda skrá um. Í sumum tilfellum blasir við að hvatar skipulagðrar starfsemi og sölumennsku búa að baki skráningu upplýsinga og skuggahliðar sölumennskunnar geta tekið á sig óhugnanlegar myndir. Plató sagði að gjaldið sem góðir menn greiða fyrir skeytingarleysi sitt sé að vera stjórnað af vondum mönnum, og það má til sanns vegar færa. Sameinumst til góðra verka og tökum höndum saman um að hafna spillingu í okkar þjóðfélagi. Hlúa þarf að þeim sem um sárt eiga að binda og víst er að margur þarf að bæta ráð sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar menn ganga erinda fyrir þá sem gerst hafa sekir um hræðilegustu glæpi gagnvart varnarlausum, er þeim ekki endilega annt um brotamanninn. Og það er ekki endilega víst að þeim sem greiða götu brotamannsins sé illa við fórnarlömb hans. Fleira kemur til. Góður kunningi minn úr grunnskóla átti talsvert safn af vínylplötum. Föður hans, sem lagði stund á viðskipti og var athafnamaður með góð sambönd, fannst koma til álita að sonurinn seldi aðgengi að safninu og yrði sér úti um aur. Það varð til þess að kunningi minn byrjaði að halda skipulagða skrá um plötusafnið. Föður hans gekk gott eitt til og það sama má segja um kunningjann, hann er góður maður og hefur látið gott af sér leiða. Umrætt utanumhald kunningja míns varð til þess að aðgengi okkar hinna að plötusafninu varð betra og ýtti undir áhuga á að skoða málið nánar, og gott ef hann seldi ekki eina og eina vínylplötu til vel valinna og færði til bókar samkvæmt skránni góðu. Umrætt rifjaðist upp fyrir greinarhöfundi þegar það bar til tíðinda fyrir skemmstu að dæmdur maður fékk uppreist æru. Margir vel mæltir og ráðsettir aðilar greiddu götuna varðandi fyrrgreint málefni, og gengu helst til vasklega fram að mati margra, sé tekið mið af umfangi og eðli brotanna, en það kann að vera á misskilningi byggt. Og ekki má gera lítið úr því að eiga afturkvæmt í þjóðfélagið að lokinni afplánun refsingar. Nokkur leynd hvílir yfir umræddu ferli enn sem komið er, sem er vissulega bagalegt. Greinarhöfundur telur víst að gamli kunninginn eigi ekkert sameiginlegt með þeim er í hlut átti, nema hvatann til að halda skrá um tiltekin atriði og auðvelda aðgengi sitt og yfirsýn yfir efnið. Sumt er bersýnilega óþarft að halda skrá um. Í sumum tilfellum blasir við að hvatar skipulagðrar starfsemi og sölumennsku búa að baki skráningu upplýsinga og skuggahliðar sölumennskunnar geta tekið á sig óhugnanlegar myndir. Plató sagði að gjaldið sem góðir menn greiða fyrir skeytingarleysi sitt sé að vera stjórnað af vondum mönnum, og það má til sanns vegar færa. Sameinumst til góðra verka og tökum höndum saman um að hafna spillingu í okkar þjóðfélagi. Hlúa þarf að þeim sem um sárt eiga að binda og víst er að margur þarf að bæta ráð sitt.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar