Ekkert barn útundan! Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar