Skóli án aðgreiningar Jón Sigurgeirsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun