Haustverkin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar