Segir óþarft að elta veðrið um helgina Sæunn Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira