Vonar að sala á kjöti til Kína hefjist í vetur Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Brátt brestur á með göngum og réttum og svo sláturtíð í framhaldinu. Ekki er búist við því að farga verði kindakjöti í stórum stíl. vísir/valli Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00
Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00