Erlent

Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Dímítri Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði aðgerðirnar einnig sýna fram á algert getuleysi Bandaríkjaforseta.
Dímítri Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði aðgerðirnar einnig sýna fram á algert getuleysi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Rússa, Dímitrí Medvedev, segir að nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússlandi séu jafngildi þess að Bandaríkjamenn hafi lýst yfir allsherjar viðskiptastríði á hendur Rússum.

Medvedev segir einnig að aðgerðirnar, sem Trump forseti skrifaði undir, þótt með hálfum hug, sýndu algert getuleysi forsetans. Trump hefði verið niðurlægður af þinginu, sagði Medvedev.

Aðgerðunum er ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum en einnig fyrir innlimun Krímskaga í Úkraínu og stuðning við uppreisnaröfl þar í landi.

Trump talaði gegn lagasetningunni og sagði þingmenn seilast of langt, en skrifaði undir að lokum, enda var yfirgnæfandi stuðningur við frumvarpið í báðum deildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×