Bubbi segir norska aurgoða sækja að Þorgerði Katrínu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2017 14:42 Meðal þeirra sem keppa um hylli Þorgerðar Katrínar eru Einar K. Guðfinnsson og Bubbi Morthens í hinu sjóðheita laxeldismáli. Bubbi Morthens, tónlistar- og veiðimaður, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu, á báða bóga. Þar sem sótt er að henni úr öllum áttum, bæði af veiðimönnum og svo því sem hann kallar norska aurgoða og fulltrúum þeirra. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu það er sótt að henni af fullum þunga af norskum aurgoðum, talsmanni þeirra sem og sveitafélögum og á hinum kantinum eru laxveiðimenn að hamast á henni,“ segir Bubbi og lætur það fylgja sögunni að honum finnist hún standa sig vel í þessu ati og sýni hversu sterkur pólitíkus hún er. „Vönduð vinnubrögð og yfirveguð það væri óskandi að það næðist lending í þessu máli þar sem sótt er af fullum þunga gegn íslenskri náttúru og íslenska laxinum,“ segir Bubbi en enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hvar hann stendur í þessu hitamáli sem eru fyrirhugð stóraukin laxeldisáform. Miklir hagsmunir eru í húfi.Þorgerður segir málið þverpólitísktVísir leitaði svara hjá Þorgerði Katrínu, sem fer ekki í grafgötur með að mikill hiti sé í málinu, hvort norskir aurgoðar sæki að henni? Þorgerður Katrín segist ekki ætla að tjá sig með beinum hætti um þrýsting sem hún sætir vegna málsins. En segir það vissulega rétt að ýmsir hafi sett sig í samband við sig vegna málsins en hún ætlar síður en svo að kveinka sér undan því. „Það eru fulltrúar ýmissa sjónarmiða, verndunar og svo nýtingar hins vegar. Verkefni okkar stjórnmálamenna er síðan að reyna að móta skynssamar reglur um fiskeldi.“Hitamál Starfshópur um fiskeldismál, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá ráðherra, skipaði undir lok síðasta kjörtímabils, er að störfum nú. Þar eiga sæti fulltrúar veiðifélaga, fiskeldis, umhverfs- og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þá kom Gunnar Bragi því einnig svo fyrir að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknarstofnun yrði staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum. Hafrannsóknarstofnun skilaði nýverið niðurstöðum rannsókna þar sem lagst er gegn eldi í Íslafjarðardjúpi. „Starfshópurinn skilar niðurstöðum um miðjan þennan mánuð og ég mun kynna hana í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins einnig. Ég vil ítreka að ég horfi ekki á þetta mál sem stjórn/stjórnarandstöðumál. Þetta er þverpólitískt og ég hef skynjað mismunandi skoðanir meira og minna í öllum flokkum.“Einar K. og Bubbi togast á um ÞorgerðiMeira vill Þorgerður Katrín ekki um þetta mál segja að svo stöddu. En víst er að sótt er að henni úr öllum áttum af kappi, annars vegar af hálfu veiðimanna hvar Bubbi er fyrirferðarmikill og svo hins vegar af þeim sem vilja stórauka fiskeldið. Þar er meðal annarra framarlega í flokki framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, fyrrum samstarfsmaður Þorgerðar Katrínar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en hann var sjávarútvegsráðherra 2005-2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008-2009. Tengdar fréttir Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistar- og veiðimaður, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu, á báða bóga. Þar sem sótt er að henni úr öllum áttum, bæði af veiðimönnum og svo því sem hann kallar norska aurgoða og fulltrúum þeirra. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir gríðarlegri pressu í laxeldismálinu það er sótt að henni af fullum þunga af norskum aurgoðum, talsmanni þeirra sem og sveitafélögum og á hinum kantinum eru laxveiðimenn að hamast á henni,“ segir Bubbi og lætur það fylgja sögunni að honum finnist hún standa sig vel í þessu ati og sýni hversu sterkur pólitíkus hún er. „Vönduð vinnubrögð og yfirveguð það væri óskandi að það næðist lending í þessu máli þar sem sótt er af fullum þunga gegn íslenskri náttúru og íslenska laxinum,“ segir Bubbi en enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um hvar hann stendur í þessu hitamáli sem eru fyrirhugð stóraukin laxeldisáform. Miklir hagsmunir eru í húfi.Þorgerður segir málið þverpólitísktVísir leitaði svara hjá Þorgerði Katrínu, sem fer ekki í grafgötur með að mikill hiti sé í málinu, hvort norskir aurgoðar sæki að henni? Þorgerður Katrín segist ekki ætla að tjá sig með beinum hætti um þrýsting sem hún sætir vegna málsins. En segir það vissulega rétt að ýmsir hafi sett sig í samband við sig vegna málsins en hún ætlar síður en svo að kveinka sér undan því. „Það eru fulltrúar ýmissa sjónarmiða, verndunar og svo nýtingar hins vegar. Verkefni okkar stjórnmálamenna er síðan að reyna að móta skynssamar reglur um fiskeldi.“Hitamál Starfshópur um fiskeldismál, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá ráðherra, skipaði undir lok síðasta kjörtímabils, er að störfum nú. Þar eiga sæti fulltrúar veiðifélaga, fiskeldis, umhverfs- og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þá kom Gunnar Bragi því einnig svo fyrir að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknarstofnun yrði staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum. Hafrannsóknarstofnun skilaði nýverið niðurstöðum rannsókna þar sem lagst er gegn eldi í Íslafjarðardjúpi. „Starfshópurinn skilar niðurstöðum um miðjan þennan mánuð og ég mun kynna hana í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins einnig. Ég vil ítreka að ég horfi ekki á þetta mál sem stjórn/stjórnarandstöðumál. Þetta er þverpólitískt og ég hef skynjað mismunandi skoðanir meira og minna í öllum flokkum.“Einar K. og Bubbi togast á um ÞorgerðiMeira vill Þorgerður Katrín ekki um þetta mál segja að svo stöddu. En víst er að sótt er að henni úr öllum áttum af kappi, annars vegar af hálfu veiðimanna hvar Bubbi er fyrirferðarmikill og svo hins vegar af þeim sem vilja stórauka fiskeldið. Þar er meðal annarra framarlega í flokki framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, fyrrum samstarfsmaður Þorgerðar Katrínar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en hann var sjávarútvegsráðherra 2005-2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008-2009.
Tengdar fréttir Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15