Judith Scott, sem starfar hjá Láki Tours á Hólmavík, segir í samtali við Vísi ekki algengt að sjá þvílíkan fjölda hnýðinga á þessum slóðum, svokallaða vöðu. Hnýðingar eru hvalir af höfrungaætt og undirættbálk tannhvala eftir því sem fram kemur á Wikipedia.
Um er að ræða fyrsta sumarið sem Láki Tours stendur fyrir hvalaskoðun á Hólmavík. Judith segist hafa vöður af höfrungum líklega þrisvar til fjórum sinnum á Snæfellsnesi þau fimm ár sem hún hefur starfað við hvalaskoðun á Íslandi.
Myndbandið má sjá hér að neðan.