Vill ekki lengur fara einn í sturturnar eftir kynferðisáreiti Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 20:59 Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira