Jón Rúnar í 1 á 1 með Gumma Ben: Mikil fjölgun iðkenda getur líka verið mínus fyrir félögin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 12:30 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira