Einvígið á Nesinu fer fram í 21. sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2017 09:00 Oddur Óli Jónasson á titil að verja. mynd/gsí Einvígið á Nesinu verður háð í 21. sinn í dag. Þetta árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi fer að venju fram á Nesvellinum. Margir af bestu kylfingum Íslands fyrr og síðar taka þátt. Í ár er spilað í þágu Vinaliðaverkefnisins sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum. Meðal keppenda eru atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sú fyrrnefnda er nýkomin heim eftir að hafa keppt á Opna breska meistaramótinu. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson á titil að verja en hann hafði betur gegn Aroni Snæ Júlíussyni í bráðabana í fyrra. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10:00 leika keppendur níu holu höggleik. Klukkan 13:00 hefst svo Einvígið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 18. holu.Þátttakendur á Einvíginu á Nesinu 2017: Birgir Björn Magnússon GK | Klúbbmeistari GK 2017 Björgvin Sigurbergsson GK | Margfaldur Íslandsmeistari í golfi Björgvin Þorsteinsson GA | Sexfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmeistari 35 ára og eldri 2017 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS | Klúbbmeistari GS 2017 Ingvar Andri Magnússon GR | Íslandsmeistari 17-18 ára 2017 Kristján Þór Einarsson GM | Klúbbmeistari GM 2017 Oddur Óli Jónasson NK | Klúbbmeistari NK 2017 og sigurvegari Einvígisins 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR | Atvinnukylfingur Ragnhildur Kristinsdóttir GR | Landsliðskona og meðlimur í TEAM ICELAND Úlfar Jónsson GKG | Sexfaldur Íslandsmeistari í golfi Valdís Þóra Jónsdóttir | GL Íslandsmeistari 2017 og atvinnukylfingur Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Einvígið á Nesinu verður háð í 21. sinn í dag. Þetta árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi fer að venju fram á Nesvellinum. Margir af bestu kylfingum Íslands fyrr og síðar taka þátt. Í ár er spilað í þágu Vinaliðaverkefnisins sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum. Meðal keppenda eru atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sú fyrrnefnda er nýkomin heim eftir að hafa keppt á Opna breska meistaramótinu. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson á titil að verja en hann hafði betur gegn Aroni Snæ Júlíussyni í bráðabana í fyrra. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10:00 leika keppendur níu holu höggleik. Klukkan 13:00 hefst svo Einvígið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 18. holu.Þátttakendur á Einvíginu á Nesinu 2017: Birgir Björn Magnússon GK | Klúbbmeistari GK 2017 Björgvin Sigurbergsson GK | Margfaldur Íslandsmeistari í golfi Björgvin Þorsteinsson GA | Sexfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmeistari 35 ára og eldri 2017 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS | Klúbbmeistari GS 2017 Ingvar Andri Magnússon GR | Íslandsmeistari 17-18 ára 2017 Kristján Þór Einarsson GM | Klúbbmeistari GM 2017 Oddur Óli Jónasson NK | Klúbbmeistari NK 2017 og sigurvegari Einvígisins 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR | Atvinnukylfingur Ragnhildur Kristinsdóttir GR | Landsliðskona og meðlimur í TEAM ICELAND Úlfar Jónsson GKG | Sexfaldur Íslandsmeistari í golfi Valdís Þóra Jónsdóttir | GL Íslandsmeistari 2017 og atvinnukylfingur
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira