Stjórnsýslufúsk hjá Reykjavíkurborg Kjartan Magnússon skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar