Guðrún Brá náði einum besta árangri íslensks kylfings í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 12:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði flottum árangri á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún Brá lék samtals á fimm höggum undir pari á fjórum hringjum á mótinu sem fram fór í Sviss. Á lokahringnum lék Guðrún Brá á 69 höggum eða -3 en hún fékk alls sex fugla á hringnum og þar af fjóra fugla á síðari 9 holunum. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Guðrún Brá rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en kom sterk til baka og spilaði mjög vel í Alpaloftinu. Agathe Laisne frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -8 en þar á eftir komu tveir kylfingar frá Sviss, Albane Valenzuela á -7 samtals og Morgane Metraux á -6 samtals. Saga Traustadóttir úr GR og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku líka þátt en náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið fór fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði flottum árangri á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún Brá lék samtals á fimm höggum undir pari á fjórum hringjum á mótinu sem fram fór í Sviss. Á lokahringnum lék Guðrún Brá á 69 höggum eða -3 en hún fékk alls sex fugla á hringnum og þar af fjóra fugla á síðari 9 holunum. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Guðrún Brá rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en kom sterk til baka og spilaði mjög vel í Alpaloftinu. Agathe Laisne frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -8 en þar á eftir komu tveir kylfingar frá Sviss, Albane Valenzuela á -7 samtals og Morgane Metraux á -6 samtals. Saga Traustadóttir úr GR og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku líka þátt en náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið fór fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira