Íslenski boltinn

Þórður Steinar í Breiðablik á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórður Steinar í leik með Breiðablik á árum áður.
Þórður Steinar í leik með Breiðablik á árum áður. vísir/daníel
Þórður Steinar Hreiðarsson er genginn í raðir Breiðablik frá Augnablik, en Þórður Steinar er varnarmaður. Þetta kemur fram á heimasíðu Blika.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þórður gengur í raðir Blika, en hann lék með liðinu frá 2011 til 2014. Þá spilaði hann 64 leiki og skoraði fimm mörk.

Hann spilaði meðal annars Evrópuleiki fyrir Breiðablik á sínum tíma, en hann hefur spilað fjóra leiki með Augnablik í ár. Í fyrra spilaði hann engan fótbolta.

Þessi öflugi varnarmaður hefur einnig spilað í Sviss og í Færeyjum, en Þórður Steinar verður fimmti leikmaðurinn sem Breiðablik fær í glugganum.

Kristinn Jónsson, Páll Olgeir Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Dino Dolmagic höfðu áður gengið í raðir Blika, en liðið missti Oliver Sigurjónsson til Noregs og Höskuld Gunnlaugsson til Svíþjóðar.

Breiðablik er í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með 15 stig, en liðið spilar á morgun við Fjölni á Kópavogsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×