Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2017 15:17 Skipin setja út léttbáta og sigla með farþega að landi. vísir/jón pétursson Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson
Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57