Vikar og Karen sigurvegarar á Borgunarmótinu Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2017 16:15 Karen og Vikar. mynd/GSÍ Vikar Jónasson, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, stóðu uppi sem sigurvegarar á Borgunarmótinu sem fram fór á Keili í Hafnarfirði í dag, en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Vikar var að vinna sitt annað mót í sumar, en í þetta skiptið þurfti bráðabana til að leggja Guðmund Ágúst Kristjánsson, GR, að velli. Hann gerði það á fyrstu holu bráðana, en þeir voru jafnir (-4) eftir hringina þrjá. Axel Bóasson endaði í þriðja sætinu, en hann var höggi á eftir þeim Guðmundi Ágústi og Vikari. Karen Guðnadóttir vann í kvennaflokki, en hin 14 ára gamla Kinga Korpak, GS, var efst fyrir daginn í dag. Kinga spilaði á 88 höggum í dag, fjórtan höggum verr en Karen og Karen endaði sem sigurvegari á 11 höggum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, endaði í öðru sæti á þrettán höggum yfir pari og þær Helga Kristín Einarsdóttir og Kinga enduðu í þriðja til fjórða sæti. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vikar Jónasson, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, stóðu uppi sem sigurvegarar á Borgunarmótinu sem fram fór á Keili í Hafnarfirði í dag, en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Vikar var að vinna sitt annað mót í sumar, en í þetta skiptið þurfti bráðabana til að leggja Guðmund Ágúst Kristjánsson, GR, að velli. Hann gerði það á fyrstu holu bráðana, en þeir voru jafnir (-4) eftir hringina þrjá. Axel Bóasson endaði í þriðja sætinu, en hann var höggi á eftir þeim Guðmundi Ágústi og Vikari. Karen Guðnadóttir vann í kvennaflokki, en hin 14 ára gamla Kinga Korpak, GS, var efst fyrir daginn í dag. Kinga spilaði á 88 höggum í dag, fjórtan höggum verr en Karen og Karen endaði sem sigurvegari á 11 höggum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, endaði í öðru sæti á þrettán höggum yfir pari og þær Helga Kristín Einarsdóttir og Kinga enduðu í þriðja til fjórða sæti.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira