Óli Stefán: Auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. júlí 2017 21:36 Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó “Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
“Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30
Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20