Jóhanna opnar gleðigönguna fyrir Færeyinga Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2017 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. vísir/gva Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. Jóhönnu er meðal annars boðið að taka þátt í ár til að varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum. Það vakti athygli árið 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór í opinbera heimsókn til Færeyja að Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitaði að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og fyrr á þessu ári voru hjónabönd samkynhneigðra samþykkt á færeyska lögþinginu. Áætlað er að þúsundir muni ganga til stuðnings hinsegin fólki þennan dag. Jónína Leósdóttir, kona Jóhönnu, mun einnig taka þátt í göngunni. Jóhanna og Jónína hafa undanfarið sótt marga viðburði sem tengjast réttindabaráttu hinsegin fólks. Meðal annars setti Jóhanna LGBT, menningar- og viðskiptahátíð á Tenerife, ásamt borgarstjóranum og tóku þær Jónína í lok júní þátt í mannréttindaráðstefnu í tengslum við World Pride í Madrid í vikunni. Ekki náðist samband við Jóhönnu við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Neitaði að snæða með forsætisráðherra Færeyjar Hinsegin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. Jóhönnu er meðal annars boðið að taka þátt í ár til að varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum. Það vakti athygli árið 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór í opinbera heimsókn til Færeyja að Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitaði að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og fyrr á þessu ári voru hjónabönd samkynhneigðra samþykkt á færeyska lögþinginu. Áætlað er að þúsundir muni ganga til stuðnings hinsegin fólki þennan dag. Jónína Leósdóttir, kona Jóhönnu, mun einnig taka þátt í göngunni. Jóhanna og Jónína hafa undanfarið sótt marga viðburði sem tengjast réttindabaráttu hinsegin fólks. Meðal annars setti Jóhanna LGBT, menningar- og viðskiptahátíð á Tenerife, ásamt borgarstjóranum og tóku þær Jónína í lok júní þátt í mannréttindaráðstefnu í tengslum við World Pride í Madrid í vikunni. Ekki náðist samband við Jóhönnu við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Neitaði að snæða með forsætisráðherra Færeyjar Hinsegin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira