Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermolo skrifar 20. júlí 2017 08:00 Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum. VÍSIR/VILHELM „Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira
„Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30
Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30