Björgunarsveitarmenn í lífsháska við leit í Hvítá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 13:41 Net hafa verið strengd milli stólpa við nýju brúna yfir Hvítá og festist bátur björgunarsveitarmannanna í netinu. vísir/jói k Þrír björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Björgum frá Eyrarbakka lentu í lífsháska í Hvítá í gær þar sem þeir voru við leit að hinum 22 ára gamla Nika Begades sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Bátur björgunarsveitarmannanna varð vélarvana en að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins réð aðeins hending því að aðrir björgunarsveitarmenn voru nærri og gátu komið hópnum til aðstoðar. Bátinn rak undir nýju brúna yfir Hvítá en búið er að strengja net milli stólpa brúarinnar vegna leitarinnar. Báturinn festist svo í netinu og komust björgunarsveitarmennirnir ekki úr bátnum vegna þess hversu straumhörð Hvítá er. Í frétt Morgunblaðsins segir að eyri í ánni hafi byrgt björugunarsveitarmönnum í landi sýn en þeir ákváðu hins vegar að kanna til vonar og vara hvort það væri í lagi með björgunarsveitarmennina sem voru á bátnum. Um korter leið frá því að björgunarsveitarmennirnir sem voru í landi sigldu fram á hópinn og þar til allir voru komnir í land. Svæðisstjórn Landsbjargar var tilkynnt um málið.Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð umrætt atvik í gær en ekki í dag eins og áður var greint frá. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Þrír björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Björgum frá Eyrarbakka lentu í lífsháska í Hvítá í gær þar sem þeir voru við leit að hinum 22 ára gamla Nika Begades sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Bátur björgunarsveitarmannanna varð vélarvana en að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins réð aðeins hending því að aðrir björgunarsveitarmenn voru nærri og gátu komið hópnum til aðstoðar. Bátinn rak undir nýju brúna yfir Hvítá en búið er að strengja net milli stólpa brúarinnar vegna leitarinnar. Báturinn festist svo í netinu og komust björgunarsveitarmennirnir ekki úr bátnum vegna þess hversu straumhörð Hvítá er. Í frétt Morgunblaðsins segir að eyri í ánni hafi byrgt björugunarsveitarmönnum í landi sýn en þeir ákváðu hins vegar að kanna til vonar og vara hvort það væri í lagi með björgunarsveitarmennina sem voru á bátnum. Um korter leið frá því að björgunarsveitarmennirnir sem voru í landi sigldu fram á hópinn og þar til allir voru komnir í land. Svæðisstjórn Landsbjargar var tilkynnt um málið.Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð umrætt atvik í gær en ekki í dag eins og áður var greint frá. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00
Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46