Að duga eða drepast fyrir Chris Weidman Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Weidman eftir þriðja tapið í röð. Vísir/Getty Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti. MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti.
MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira