Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun en búist er við stormi, eða allt að 23 metrum á sekúndum, á norðanverðu Snæfellsnesi undir hádegi. Er varað sérstaklega við að slíkur vindur getur sett strik í reikning ferðalanga sem ferðast á bílum sem taka á sig mikinn vind.
Annars er búist við suðaustan vindi á landinu, fimm til fimmtán metrar á sekúndu, þar sem hvassast verður suðvestanlands. Lægir smám saman er líður á daginn.
Búast má við að það verði skýjað og dálítil væta með köflum sunnanlands, en rigning vestast. „Lægir er líður á daginn og styttir smám saman upp vestanlands. Hiti 12 til 20 stig, en bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti allt að 25 stig þar. Heldur hægari suðlæg átt á morgun og skýjað að mestu sunnan- og suðvestanlands, en yfirleitt bjart annars staðar og áfram hlýtt á Norðausturlandi.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 5-10 m/s en heldur hvassara syðst um kvöldið. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnantil, en léttskýjað nyrðra. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast á norðanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Austlæg átt, 5-10 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, svalast austast.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast við suðausturströndina. Rigning við austur- og suðausturströndina, annars skýjað með köflum. Síðdegisskúrir suðvestanlands. Hiti 8 til 21 stig, hlýjast vestanlands.
Á föstudag:
Norðaustan 5-13. Rigning suðaustan- og austnanlands en skúrir vestantil. Hiti 7 til 17 stig, svalast með austurströndinni og á Ströndum.
Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-10. Rigning með köflum suðaustantil en annars skúrir. Hiti 8 til 16 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt með rigningu víða um land. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Varað við stormi á Snæfellsnesi en 25 stiga hiti norðaustantil
Atli Ísleifsson skrifar
