Lítið fækkað í hópi sprautufíkla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 14:00 Um 350 manns leita á Vog árlega vegna sprautufíknar. vísir/e.ól Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira