Valdís: Átti í bölvuðum vandræðum með veðrið alla helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2017 19:45 Valdís Þóra fagnar á átjándu flöt í dag er sigurinn var í höfn. Vísir/Andri Marinó „Ég er örlítið þreytt en fegin og sæl að hafa náð að landa þessum titli,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, sátt í samtali við Vísi eftir að titillinn var í höfn á Íslandsmótinu í höggleik 2017 í Hafnarfirði í dag. Valdís hefur verið á ferð og flugi á LETA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu ásamt því að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að koma í þetta mót og þegar mótinu var aflýst í Tékklandi þá kom eigilega ekkert annað til greina en að taka þátt. Ég var mjög róleg allan tíman og reynslan af mótunum erlendis hjálpaði mér á lokasprettinum.“Sjá einnig:Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Það voru öðruvísi aðstæður á Hvaleyrinni um helgina en Valdís er búin að venjast undanfarna mánuði. „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðustu daga, mér fannst flatirnar svolítið hægar fyrstu tvo dagana en það var bætt í og þau voru mun betri um helgina. Fyrstu tvo dagana átti ég í miklum vandræðum á flötunum, var of stutt og í bölvuðu basli. Aukinn hraði hentaði mér betur,“ sagði Valdís og bætti við: „Svo var vindurinn okkur mjög óhagstæður í hrauninu, við konurnar eru með veikara boltaflug en strákarnir svo vindurinn er verri fyrir okkur. Það er búið að vera mjög erfitt að takast á við þetta. Það lægði aðeins til en ég átti áfram í bölvuðum vandræðum með veðrið. Ég hélt að það væri meðvindur á fjórtándu holu og var allt of stutt í sandgryfju í staðin.“ Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir háðu harða baráttu í allan dag. „Þetta var skemmtilegt einvígi, það féll til og frá mjög snöggt. Hún byrjaði betur, svo náði ég að sækja á hana og við skiptum alltaf á forskotinu þar til á sautjándu þegar ég náði aðeins að slíta hana frá mér.“ Valdís sagðist ekkert hafa stressast við að sjá boltann fara yfir flötina en handan við hana er örlítill grjótagarður. „Ekki þannig, ég reyndi að spila þetta öruggt en sló yfir flötina í staðin. Ég náði að bjarga mér með góðu vippi en ég vissi að ég mætti fá skolla svo lengi sem Guðrún fengi ekki fugl og hún var í erfiðri stöðu.“ Valdís vonaðist til að byggja á þessu fyrir næstu mót á LETA-mótaröðinni. „Það er mjög krefjandi mót framundan, ég fer aftur út á laugardaginn og þetta mun gefa mér smá kraft. Sigur í móti og að fá verðlaunagripi hjálpar alltaf, sérstaklega fyrir spennandi viku,“ sagði Valdís Þóra brött að lokum. Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég er örlítið þreytt en fegin og sæl að hafa náð að landa þessum titli,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, sátt í samtali við Vísi eftir að titillinn var í höfn á Íslandsmótinu í höggleik 2017 í Hafnarfirði í dag. Valdís hefur verið á ferð og flugi á LETA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu ásamt því að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að koma í þetta mót og þegar mótinu var aflýst í Tékklandi þá kom eigilega ekkert annað til greina en að taka þátt. Ég var mjög róleg allan tíman og reynslan af mótunum erlendis hjálpaði mér á lokasprettinum.“Sjá einnig:Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Það voru öðruvísi aðstæður á Hvaleyrinni um helgina en Valdís er búin að venjast undanfarna mánuði. „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðustu daga, mér fannst flatirnar svolítið hægar fyrstu tvo dagana en það var bætt í og þau voru mun betri um helgina. Fyrstu tvo dagana átti ég í miklum vandræðum á flötunum, var of stutt og í bölvuðu basli. Aukinn hraði hentaði mér betur,“ sagði Valdís og bætti við: „Svo var vindurinn okkur mjög óhagstæður í hrauninu, við konurnar eru með veikara boltaflug en strákarnir svo vindurinn er verri fyrir okkur. Það er búið að vera mjög erfitt að takast á við þetta. Það lægði aðeins til en ég átti áfram í bölvuðum vandræðum með veðrið. Ég hélt að það væri meðvindur á fjórtándu holu og var allt of stutt í sandgryfju í staðin.“ Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir háðu harða baráttu í allan dag. „Þetta var skemmtilegt einvígi, það féll til og frá mjög snöggt. Hún byrjaði betur, svo náði ég að sækja á hana og við skiptum alltaf á forskotinu þar til á sautjándu þegar ég náði aðeins að slíta hana frá mér.“ Valdís sagðist ekkert hafa stressast við að sjá boltann fara yfir flötina en handan við hana er örlítill grjótagarður. „Ekki þannig, ég reyndi að spila þetta öruggt en sló yfir flötina í staðin. Ég náði að bjarga mér með góðu vippi en ég vissi að ég mætti fá skolla svo lengi sem Guðrún fengi ekki fugl og hún var í erfiðri stöðu.“ Valdís vonaðist til að byggja á þessu fyrir næstu mót á LETA-mótaröðinni. „Það er mjög krefjandi mót framundan, ég fer aftur út á laugardaginn og þetta mun gefa mér smá kraft. Sigur í móti og að fá verðlaunagripi hjálpar alltaf, sérstaklega fyrir spennandi viku,“ sagði Valdís Þóra brött að lokum.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01