Óli Stefán: Í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir mitt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2017 22:21 Óli Stefán segir sínum mönnum til í kvöld Vísir/Andri Marínó „Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira
„Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00