Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:42 Margar spurningar brenna á vörum þingmanna sem þeir vilja að Jared Kushner svari. Vísir/EPA Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48