Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 09:31 Samband Jeff Sessions og Donalds Trump virðist hafa kólnað eftir því sem þrýstingurinn vegna Rússarannsóknarinnar hefur aukist. Vísir/AFP Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent